Taktu þátt í Time to Move viðburðum nú í október. Þú getur lært um þau tækifæri sem bíða þín í Evrópu og farið að undirbúa þína dvöl erlendis.
Planaðu næstu skref með okkur. Time to Move er samansafn viðburða í raunheimum og á netinu, út um alla Evrópu, í októbermánuði (reyndar ekki bara í október!). Viðburðirnir eru skipulagðir af sérfræðingum Eurodesk sem geta gefið ykkur persónuleg ráð um tækifæri erlendis.
Í tilefni af Evrópuári Unga Fólksins verða fjölmargir viðburðir fyrir ungt fólk – ekki missa af tækifærinu til að taka þátt í þeim. Viðburðir eins og stafræn sjálfboðaliðastörf, skiptinám, starfsnám erlendis og margt annað. Við erum hér til að hjálpa þér að plana framtíðina!
Þinn tími til að ferðast er núna! Time to Move býður þér upp á tækifæri til að undirbúa þig fyrir ýmis verkefni bæði í raunheimum og rafræn. Skoðaðu vefnámskeið, upplýsingaviðburði, persónulega leiðsögn og aðra skemmtilega atburði í kringum þig – og byrjaðu að plana þína framtíð.
Hvað er að gerast á öðrum löndum og á netinu á meðan Time to Move er í gangi? Finndu út úr því með því að skoða #timetomove2022 á Instagram og TikTok. Endilega deildu líka myndum af þeim viðburðum sem þú tekur þátt í hvort sem það er á staðnum eða á netinu.
Ekki gleyma að fylgja Eurodesk á Instagram og Tiktok og Eurodesk Iceland á Instagram og þú færð allar nýjustu upplýsingar um tækifæri erlendis!
Á hverjum fimmtudegi í október verða viðtöl með spurningar og svörum um málefni sem brenna á ungu fólki á YouTube rásinni okkar og á samfélagsmiðlum.
Ef þú ert að leita að upplýsingum, vantar innblástur eða aðstoð við að finna tækifæri erlendis, á meðan #TimeToMove2022 stendur, hlustaðu eða horfðu á viðtölin núna.
Það getur verið erfitt að finna nákvæmar og öruggar upplýsingar um tækifæri erlendis. Hér getur Eurodesk hjálpað þér! Ef þú kemst ekki á einn af Time to Move viðburðunum, geturðu samt fengið upplýsingarnar sem þig vantar í gegnum netið. Við erum líka til staðar til að svara þínum fyrirspurnum ef þú þarft.
Tengslanet okkar nær yfir 1600 upplýsingafulltrúa í 36 löndum í Evrópu. Flettu í gegnum þá á eurodesk.eu. Ertu með sérstaka spurningu um tækifæri í útlöndum? Sendu okkur bara skilaboð, tölvupóst eða hafðu samband í síma.
Við erum alltaf að safna upplýsingum um alþjóðleg tækifæri í leitarvélina Eurodesk Opportunity Finder. Skoðaðu fimm ólíka flokka: nám, sjálfboðaliðastörf, starfsnám, þátttöku og styrki – og finndu eitthvað við þitt hæfi!
Það er mikið af Evrópuáætlunum og verkefnum sem hafa það að markmiði að efla ungt fólk. Evrópska Ungmennagáttin veitir upplýsingar um nýjustu fréttir fyrir ungt fólk í Evrópu. Lestu um DiscoverEU og sjálfboðaliðaáætlunina European Solidarity Corps og skoðaðu síðuna sem er helguð Evrópuári Unga Fólksins!
Þetta er ykkar tími til að skína og eins og alltaf – en sérstaklega í ár á Evrópuári Unga Fólksins – bjóðum við öllu ungu fólki að taka þátt í Time to Move keppninni! Í september og október verða tvær keppnir á netinu! Taktu þátt í þeim og þú getur átt séns á að vinna flott verðlaun.
Þessi leikur er skipulagður af Eurodesk.
Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 til 30 ára til að geta tekið þátt í leiknum, og þau þurfa að vera frá einu af þessum löndum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Norður-Makedónía, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraína og Þýskaland.
Með því að taka þátt í leiknum samþykkja þátttakendur reglur leiksins og skilyrði.
© 2022 Eurodesk. All rights reserved.