Taktu þátt í Time to Move viðburðum nálægt þér í október og uppgötvaðu öll ólíku tækifærin til að búa erlendis!
Time to Move herferðin er samansafn af viðburðum, á netinu og á staðnum, sem Eurodesk netið skipuleggur um alla Evrópu, ár hvert í október.
Í ár höldum við upp á 10 ára afmæli!
Markmiðið okkar er einfalt: Við viljum ná til ungs fólks í Evrópu, og láta þig vita um öll tækifærin sem eru í boði fyrir þig svo þú getir farið til útlanda að læra og uppgötva eitthvað nýtt.
Ertu að leita að upplýsingum sem henta þér persónulega, eða vilt bara taka þátt í einhverju sniðugu og kynnast nýju fólki? Skoðaðu kortið á síðunni og taktu þátt í gleðinni!
Skipulegðu dvöl þína erlendis!
Þú getur flett upp vefstofum, upplýsingafundum, persónubundinni ráðgjöf, en líka skemmtilegum leikjum utandyra, tónleikum og öðrum viðburðum nálægt þér.
* Ef þú ert meðlimur í Eurodesk og vilt bæta viðburði þínum á kortið, smelltu hér .
Deildu og fylltu út „Time to Move“ bingóspjaldið í Instagram stories hjá þér (þú finnur bingospjaldið í Highlights hjá okkur), taggaðu @eurodesk og sendu okkur skjáskot af þinni þátttöku í gegnum skilaboð á Insta.
Deildu pínu úr þínu lífi og sýndu öðrum hvað dvöl erlendis þýðir fyrir þér. Á tveggja vikna fresti velur Eurodesk Brussel Link sigurvegara af handahófi sem fær Time to Move gjafir!
Til þess að taka þátt í keppninni þurfa þátttakendur fyrst að samþykkja þessar reglur.
Adventures in Berlin og Mysteries in Riga eru tveir Eurodesk tölvuleikir sem virka eins og „escape room“ þar sem þú þarft vinna með vinum þínum til þess að geta leyst þrautina.
Spilið saman á sitthvorum skjánum og talið saman til að leysa gáturnar.
Þú getur tekið þátt í vefstofunum okkar alla fimmtudaga í október, þar sem sérfræðingar og ungt fólk spjalla um málefni sem ykkur finnst áhugaverð. Í ár leggjum við áherslu á:
Sjálfboðaliðastörf erlendis (03/10): Lærðu um allar leiðirnar til að fara ókeypis sem sjálfboðaliði til útlanda
Þátttökuverkefni (10/10): Lærðu um möguleikana til að fá fjárhagsstyrki til að framkvæma verkefni skipulögð af ungu fólki
Nám erlendis (17/10): Lærðu um möguleika til að fara í fullt nám, skiptinám eða óformlegt nám erlendis!
Vinna erlendis (24/10): Lærðu hvernig vinnudvöl erlendis getur komið sér vel fyrir þinn starfsframa
Það getur verið erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar þegar þú ert á leiðinni út í nám eða verkefni. Þetta er það sem Eurodesk aðstoðar þig með! Ef þú getur ekki mætt á Time to Move viðburð getur þú samt nálgast upplýsingunum á netinu. Við getum einnig veitt sérsniðna ráðgjöf
Flettu í gegnum tengslanet okkar sem samanstendur af 3000 upplýsingamiðstöðvum í 36 evrópskum löndum á eurodesk.eu
Ertu með einhverjar spurningar um tækifæri erlendis? Sendu okkur tölvupóst, skilaboð eða kíktu við á Eurodesk skrifstofuna í þínu landi.
Við erum alltaf að safna nýjustu upplýsingum um alþjóðleg tækifæri sem við setjum á Eurodesk Opportunity Finder.
Flettu í gegnum fimm flokka: nám, sjálfboðastörf, starfsnám, þátttökuverkefni og styrkir – finndu verkefnið sem hentar þér!
Það eru margar ESB áætlanir sem einbeita sér að því að efla ungt fólk.
Á ungmennagáttinni eru upplýsingar frá ESB um það sem þú þarft að vita um Evróputækifæri.
Athugaðu DiscoverEU eða European Solidarity Corps og endilega kíktu á nokkrar greinar sem skrifaðar eru af ungu evrópsku blaðafólki
Á hverju ári býður Eurodesk upp á Time to Move leikinn! Í bæði september og október verður keppni um hönnun á stuttermabol. Þemað í ár er „að ferðast um Evrópu“
Taktu þátt og fáðu vini þína til að kjósa þig og þú gætir unnið eitthvað skemmtilegt! Þrjú efstu sætin fá hönnunina sína prentaða á stuttermaboli og aðrar vörur á næsta ári.
Hér fyrir neðan finnurðu efni fyrir fjölmiðla, með öllu því sem þú þarft til að kynna Time to Move herferðina.
© 2024 Eurodesk. Öll réttindi áskilin.