A dozen of shadows of people standing on a hill with a flag at sunset

Evrópa er handa við hornið

Taktu þátt í Time to Move viðburðum í kringum þig í október og uppgötvaðu tækifæri erlendis!

Hvað er Time to Move?

Time to Move er upplýsingaveita sem veitir upplýsingar um rafræna og staðbundna viðburði í þínu nærumhverfi. Eurodesk skipuleggur Time to Move verkefnið í október á hverju ári.

Markmiðið er einfalt: að tengja saman evrópkst ungmenni og kynna þeim fyrir tækifærum erlendis!


Sama hvort þú sért að leita að sérsniðnum upplýsingum um þitt eigið verkefni erlendis eða hvort þú viljir bara eignast nýja vini, endilega kíktu á kortið hér á síðunni!

Multiple hands at a concert making a heart shape.

Leitaðu að rafrænum viðburðum eða viðburðum í þínu nágrenni

Skipulagðu verkefnið þitt!
Þú getur skoðað rafrænar ráðstefnur, upplýsingafundi, ráðgjöf, en líka eitthvað skemmtilegt eins og t.d. fótboltaleiki, tónleika, o.fl.

An image of someone using a phone to take a picture of two girls standing on stairs

Taktu þátt í samfélagsmiðlaleiknum!

Notaðu myllumerkið #TimeToMove2023 og settu inn myndband af þér í tveim hlutum: 1. af þér að hangsa heima hjá þér á náttfötunum, 2. af þér að gera eitthvað sem þér finnst gaman að gera þegar þú ert ekki heima.

Í hverri viku munum við draga út vinningshafa. Kíktu á Instagrammið okkar

Misteryinriga_01

Spilaðu "escape room" tölvuleikinn okkar

Adventures in Berlin og Mysteries in Riga eru tveir Eurodesk tölvuleikir sem virka eins og „escape room“ þar sem þú þarft vinna með vinum þínum til þess að geta leyst þrautina.

Spilið saman á sitthvorum skjánum og talið saman til að leysa gáturnar.

talkative_thursdays_logo

Ekki gleyma fimmtudagsspjallinu

Alla fimmtudaga í október munum við taka viðtöl við sérfræðinga um margskonar efni á samfélagsmiðlasíðum okkar

Í ár leggjum við áherslu á vistvæna ferðamáta og geðheilbrigði þegar farið er út í ferðalag og margt fleira!

Fáðu upplýsingar sama hvar þú ert stödd í heiminum.

Það getur verið erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar þegar þú ert á leiðinni út í nám eða verkefni. Þetta er það sem Eurodesk aðstoðar þig með! Ef þú getur ekki mætt á Time to Move viðburð getur þú samt nálgast upplýsingunum á netinu. Við getum einnig veitt sérsniðna ráðgjöf

Eurodesk vefsíðan

Skoðaðu upplýsinganetið okkar sem inniheldur yfir 3000 ráðleggingar frá 37 evrópuþjóðum á eurodesk.eu

Ertu með einhverjar spurningar um tækifæri erlendis? Sendu okkur tölvupóst, skilaboð eða kíktu við á Eurodesk skrifstofuna í þínu landi.

Tækifæraleitarvél

Við erum stanslaust að uppfæra upplýsignarnar okkar um tækifæri erlendis.

Það eru fimm flokkar: menntun, sjálfboðastarf, starfsmenntun, þátttaka, og styrkir. Finndu það sem hentar þér!

Evrópska ungmennagáttin

Það eru margar ESB áætlanir sem einbeita sér að því að efla ungt fólk.
Evrópska ungmennagáttin veitir upplýsingar um líf, starf og nám í Evrópulöndunum
Athugaðu DiscoverEU eða European Solidarity Corps og endilega kíktu á nokkrar greinar sem skrifaðar eru af ungu evrópsku blaðafólki

Ertu með mikið keppnisskap?
Taktu þátt í keppni um stuttermabolahönnun

White t-shirt with a drawn artistic design on it of a man with white glasses and yellow shirt.

Á hverju ári býður Eurodesk upp á Time to Move leikinn!
Við verðum með keppni um stuttermabolahönnun í september og út október.
Þemað í ár er „að ferðast um Evrópu“
Taktu þátt og fáðu vini þína til að kjósa þig og þú gætir unnið eitthvað skemmtilegt í vinning!

Þau sem lenda í efstu þrjú sætin munu sjá hönnun þeirra á Eurodesk stuttermabolum á næsta ári!

Þessi leikur er skipulagður af Eurodesk

Þátttakendur þurfa að vera orðnir 13 ára og í mesta lagi 30 ára til þess að geta tekið þátt í leiknum. Þátttakendur þurfa að vera frá einum af eftirfarandi ríkjum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Svartfjallaland, Holland, Norður Makedónía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland eða Úkraína.

Með því að taka þátt í leiknum samþykkið þið þessar reglur.

Time to Move er skipulagt af

ed_white@2x

Eurodesk Brussels Link
Rue aux Fleurs 32
1000 Brussels
Belgium

Samfjármagnað af

© 2023 Eurodesk. Öll réttindi áskilin.

Skip to content